Niðurstöður samræmdra prófa í Grundaskóla

Samræmd könnunarpóf í 4.-7.b
Þá hafa niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk verið birtar. Meðfylgjandi er árangur nemenda í Grundaskóla sem er svipaður og síðustu ár. Það sem vekur eftirtekt er að árangur í stærðfræði er mun betri en á landsvísu. Við erum með mun fleiri nemendur í efsta laginu og fáa nemendur í því neðsta ef borið er saman við meðaltals landsins. Hins vegar er ljóst að íslenskan er heldur lakari því við erum á landsmeðaltalinu þar. Niðurstöðurnar eru birtar í raðeinkunnum og þeim er skipt upp í þrjú bil. Raðeinkunn 1-24, 25-75 og 76-99. Til að útskýra hvað felst í raðeinkunn þá þýðir t.d að ef nemandi fær raðeinkunn 70, eru 30% nemanda á landsvísu fyrir ofan hann. Ef nemandi fær 25 í raðeinkunn eru 75% nemenda með betri árangur og svo framvegis. Vinsamlegast smellið á tengilinn fyrir neðan fyrirsögnina til að kíkja á niðurstöður prófanna í Grundaskóla þar sem jafnframt er hægt að bera þær saman við landið allt.