Fréttir

Samræmd próf í Grundaskóla haustið 2018

Í september þreyttu nemendur, í 4. og 7. bekk, samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Að vanda stóðu nemendur okkar sig ágætlega en raðeinkunnir þessara árganga má sjá á meðfylgjandi mynd.
Lesa meira

Dagur gegn einelti í Grundaskóla

Þann 8. nóvember var dagur gegn einelti í Grundaskóla. Árgangar skólans unnu saman tveir og tveir og blönduðust saman eldri og yngri nemendur. Þeir unnu saman að ýmsum verkefnum þar sem markmiðið var að vekja athygli á að einelti á hvergi að tíðkast.
Lesa meira

Skólakór Grundaskóla - tónleikar á Vökudögum 2018

Yngri hópur skólakórs Grundaskóla, stóð fyrir skemmtilegum tónleikum á bókasafni Akranesbæjar á nýafstöðnum Vökudögum. Eins og heyra má er blómlegt kórastarf í Grundaskóla tveir kórar eru starfandi í skólanum undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.
Lesa meira

Vináttudagur á miðstiginu

Það var skemmtilegur dagur hjá okkur á miðstiginu í dag. Nemendur unnu í blönduðum hópum að mismunandi verkefnum í tengslum við vináttuna. Allir tóku virkan þátt og lögðu sig fram við að kynnast nýjum krökkum. .
Lesa meira

Göngum í skólann

Í gær fór fram lokahátíð á Göngum í skólann verkefninu. Af því tilefni gengu nemendur og starfsfólk Grundaskóla smá hring fyrir utan höllina og enduðu í Akraneshöllinni þar sem var farið í leiki og haft gaman saman. Að því loknu voru kynnt úrslitin í Göngum í skólann.
Lesa meira

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10. október kl. 18-20

Opinn fyrirlestur í Grundaskóla 10.okt. kl. 18-20 ,,Það er allt í lagi að vera öðruvísi"Aðalheiður Sigurðardóttir hefur á síðastliðnum 4 árum haldið fyrirlestra í skólum, leikskólum, fyrir foreldrahópa og í samráði við Einhverfusamtökin og ADHD samtökin, bæði á Íslandi og í Noregi. Í fyrirlestrinum segir hún frá sínu dásamlega ferðalagi sem einhverfumamma; frá vanmættis til viðurkenningar og hvernig frábært samstarf við skólann okkar varð til þess að dóttir hennar eignaðist nýtt líf. Fyrirlesturinn passar fyrir alla og er ætlað að veita innblástur, kenna okkur að hugsa út fyrir rammann, auka umburðarlyndi og sjá alla kostina sem fjölbreytileikinn hefur í för með sér. Sjáumst í léttri og notalegri stemningu í sal Grundarskóla.
Lesa meira

Söngleikurinn Smellur

Söngleikurinn Smellur var sýndur á vordögum 2018 við góðar undirtektir áhorfenda. Nú er loksins hægt að horfa á upptöku frá 13.
Lesa meira

Snjalltæki í Grundaskóla

Snjalltæki í GrundaskólaReglur um netnotkun, rafræn samskipti og meðferð snjalltækjaÍ Grundaskóla höfum við valið okkur þrjú gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu skólastarfinu: Samvinna, traust og virðing. Gildin okkar endurspeglast í skólareglunum sem eru fáar og einfaldar þar sem lögð er áhersla á ábyrgð og skyldur allra hlutaðeigandi.
Lesa meira

Nýbreytnistarf í unglingadeild Grundaskóla

Í unglingadeild Grundaskóla er hafið mikið nýbreytnistarf þar sem markmiðið er að gera námið gagnlegra, áhugaverðara og skemmtilegra.
Lesa meira

Haustfundur unglingadeildar í dag, mánudaginn 17. september, kl. 18

Haustfundur fyrir foreldra og aðstandendur nemenda verður mánudaginn 17. september klukkan 18:00 fyrir unglingadeildina. Dagskráin hefst inn á sal Grundaskóla þar sem Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri flytur stuttan fyrirlestur um nýtt fyrirkomulag sem unglingadeildin er að innleiða varðandi skipulag náms og kennslu. Að því loknu færist fundurinn inn í árgangana þar sem umsjónarkennarar kynna vinnuna í hverjum árgangi fyrir sig. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Lesa meira