Fréttir

Samsöngur á miðstigi

Það var mikið fjör hjá nemendum og starfsfólki á miðstiginu á samsöng í dag. Mörg skemmtileg lög voru sungin og mátti heyra lag eins og "Kátir voru karlar" langt fram á gang.
Lesa meira

Sigurður Arnar skólastjóri heimsækir Lallabakarí

Í desember síðastliðnum var hið virðulega Lallabakarí reist í einni skólastofunni í 2. bekk. Þar var fjölbreyttur varningur á boðstólum og mikið um að vera.
Lesa meira

Arnór Sigurðsson heimsótti gamla skólann sinn

Hafðu trú á sjálfum þér, vertu góð manneskja og fylgdu draumum þínum   Nemendur í unglingadeildinni í Grundaskóla fengu skemmtilega heimsókn í vikunni en Arnór Sigurðsson atvinnumaður í fótbolta hélt innihaldsríkan og hvetjandi fyrirlestur fyrir nemendur. Hann fjallaði um leiðina að atvinnumannaferlinum og öllu því sem honum fylgir.
Lesa meira

Lestrarvinir

Við erum lánsöm á yngsta stigi í Grundaskóla því í hverri viku koma lestrarvinir sem hlýða á nemendur lesa og aðstoða þá við að auka lestrarfærni sína.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Við í Grundaskóla óskum ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári.  Árið 2019 býður upp á mörg spennandi verkefni og nýjar áskoranir.  Kveðja, Grundaskóli 
Lesa meira

Litlu jólin í Grundaskóla

Í dag héldum við litlu jólin hátíðleg í Grundaskóla. Samkvæmt hefðinni hittu nemendur umsjónarkennara sína og áttu notalega stund í heimastofunni.
Lesa meira

Patrekur Orri Unnarsson með nýtt frumsamið jólalag

Það er gaman að segja frá því að Patrekur Orri Unnarsson, sem útskrifaðist frá Grundaskóla í vor, hefur nú sent frá sér sitt fyrsta frumsamda lag.
Lesa meira

3. bekkur heimsótti slökkvistöðina

Í vikunni fórum við í 3.bekk í heimsókn á slökkviliðsstöðina. Slökkviliðsstjórinn, slökkviliðsmaður og slökkviliðskona tóku vel á móti okkur og fræddu okkur um eldvarnir.
Lesa meira

Nóg að gera hjá skólakór Grundaskóla

Það var í nógu að snúast hjá Skólakórnum okkar um helgina. Á laugardeginum söng yngri hópurinn á Akratorgi, þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu.
Lesa meira

Endurskinsvesti

Nú eru dimmustu mánuðurnir framundan og því mikilvægt að sjást vel í umferðinni. Við hvetjum alla sem eru á ferðinni í myrkrinu að nota endurskinsvesti  og endurskinsmerki.  Á skrifstofu skólans er hægt að kaupa umferðarvesti á 1500 kr.
Lesa meira