Fréttir

Við lærum um leyndardóma efnafræðinnar

Í dag var haldin sannkölluð vísindavaka á sal Grundaskóla þar sem margvíslegar vísindatilraunir voru gerðar. Vísindatilraunirnar á sýningunni voru unnar undir öruggri handleiðslu "Sprengju-Kötu.
Lesa meira

Öflugt starfsfólk í Grundaskóla

Grundaskóli er öflugur vinnustaður með kröftugt starfsfólk og nemendur. Enn ein staðfestingin barst um það þegar ÍSÍ tilkynnti um niðurstöður í verkefninu "hjólað í vinnuna."  Þar geta vinnustaðir skráð hlutfall starfsfólks sem hjóla eða gengur til og frá vinnu.
Lesa meira

Víkingaþema í 5. bekk

Í dag lauk formlega Víkingaþemanu okkar í 5. bekk. Við höfum síðan í janúar verið að læra um Leif heppna, landafundina og ýmislegt tengt víkingatímabilinu. Við höfum farið í tvær vettvangsferðir, annars vegar á  Þjóðminjasafnið og hins vegar á Eiríksstaði í Haukadal. Í dag var svo sýning á afrakstri vinnunnar í list- og verkgreinum og víkingabókunum.  Boðið var upp á léttar veitingar sem nemendur útbjuggu með heimilisfræðikennurunum. Tónlistaratriði úr tónmennt og síðan  fengu gestirnir að skoða ýmsa muni úr þemanu. Eftir þessi lokaskil kom hún Peta okkar með stærðar víkingaköku og bauð  krökkunum upp á eftir mikla vinnu síðustu daga. 
Lesa meira

Skólakór Grundaskóla

Skólakór Grundaskóla hélt glæsilega vortónleika í gær undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur þar sem fram komu 57 nemendur sem fluttu blöndu af allskonar skemmtilegum lögum.
Lesa meira

Slysavarnarfélagið Líf færði 10. bekk gjöf

Fulltrúar frá slysavarnarfélaginu Líf þær Kristín Ármannsdóttir og Sesselja Andrésdóttir komu og færðu öllum nemendum í 10.bekk reykskynjara að gjöf og þökkum við þeim kærlega fyrir.  
Lesa meira

Brúum bilið

Í vetur hefur verið samstarf milli leik-og grunnskóla sem kallast Brúum bilið. Það felur í sér að verðandi 1.bekkjar nemendur hafa komið og kynnst skólastarfinu þrjá daga í senn að hausti og vori.
Lesa meira

Menntamálaráðherra í heimsókn á Akranesi

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra kom í heimsókn í Grundaskóla í dag. Kynnti sér skólastarfið og ræddi við nemendur og starfsmenn. Við í Grundaskóla þökkum Lilju fyrir ánægjulega heimsókn og óskum henni velfarnaðar í mikilvægu starfi.
Lesa meira

Vortónleikar Skólakórs Grundaskóla 22.maí kl. 17.30-18.30

Skólakór Grundaskóla heldur glæsilega vortónleika á sal skólans 22. maí kl. 17.30-18.30 þar sem fram koma um 50 nemendur sem starfa í tveimur hópum kórsins.
Lesa meira

Söngleikurinn Smellur - allra síðustu sýningar!

Allra síðustu sýningar verða föstudaginn 11. maí kl 19:00 og sunnudaginn 13.maí kl 16:00. Endilega tryggið ykkur miða í tæka tíð því uppselt hefur verið á allar sýningar fram að þessu. Miðasala fer fram á skrifstofu skólans milli 8 og 15.45 virka daga í síma 433-1400 og í Bíóhöllinni tveimur tímum fyrir sýningu.        .
Lesa meira

Söngleikurinn Smellur

Það er orðið uppselt á sýninguna í kvöld, föstudaginn 4. maí kl. 19 :-)  Það er aukasýning á sunnudaginn, 6. maí kl. 16 og eru til miðar á þá sýningu.  Hægt að panta miða á skrifstofu skólans til kl.
Lesa meira