09.04.2018
Það er líf og fjör í Grundaskóla þessa dagana enda styttist í frumsýningu á söngleiknum Smellur sem verður föstudaginn 27.apríl í Bíóhöllinni á Akranesi. Um er að ræða nýjan söngleik eftir Einar Viðarsson, Flosa Einarsson og Gunnar Sturlu Hervarsson. Söngleikurinn SMELLUR er í anda 80´s – tímabilsins, þar sem herðapúðar, blásið hár, andlitsfarði, mixteip og margt annað lummó ræður ríkjum. Sagan hefur því að geyma margar skemmtilegar og litríkar persónur, hraða atburðarás, kraftmikla tónlist og dans, sem allt blandast saman í skemmtilegan og litríkan hrærigraut.Við hvetjum ykkur til að fylgjast með okkur.
Lesa meira
09.04.2018
Unglingarnir í valinu ,,Leikir og leiðtogar" að leika við krakkana á Frístund.
Ekkert gefið eftir og allir skemmta sér vel.
Lesa meira
23.03.2018
Mánudaginn 26. mars hefst páskaleyfi hjá okkur í Grundaskóla og stendur til 30. mars.
Skipulagsdagur starfsfólks er á þriðjudaginn 3.
Lesa meira
22.03.2018
Í dag var samsöngur hjá 3., 4., og 5. bekk.
Jóel Þór í 7. bekk spilaði undir á píanó og gerði það listavel.
Vel heppnaður samsöngur og allir tóku vel undir :-).
Lesa meira
20.03.2018
Nú geta allir farið að undirbúa sig undir hreina flugeldasýningu því framundan er glæsileg árshátíðarvika í Grundaskóla. Nú tjöldum við hreinlega öllu til og hundruð nemenda fara á svið til að syngja, leika og dansa.
Þessar sýningar má hreinlega enginn láta framhjá sér fara
Sýnt er á:
Þriðjudaginn 20.
Lesa meira
20.03.2018
Hljómsveitin Madre Mia komst áfram í undanúrslit í Músíktilraunum um helgina. Hljómsveitin Madre Mia samanstendur af 14 og 15 ára stelpum frá Akranesi en þær heita Katrín Lea Daðadóttir sem syngur og leikur á bassa og kassatrommur.
Lesa meira
16.03.2018
Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar bauð til glæsilegrar lokahátíðar í Tónbergi .
Við athöfnina lásu 12 nemendur í 7. bekk Brekkubæjarskóla og Grundaskóla upp sögur og ljóð.
Upplesari Grundaskóla 2018 var valinn Jóel Þór Jóhannesson en Upplesari Brekkubæjarskóla 2018 var valinn Hekla Kristleifsdóttir.
Við óskum öllum þátttakendum til hamingju með glæsilegan árangur.
Lesa meira
16.03.2018
Í vikunni fengum við heimsókn frá Vara Kommune í Svíþjóð. Þrír kennarar hafa verið í Grundaskóla til að kynna sér kennsluhætti og starfsemi skólans.
Lesa meira
14.03.2018
Á morgun, fimmtudaginn 15. mars, klukkan 19.30 í Tónbergi fer fram Upplestrarkeppni grunnskólanna.
Hvetjum alla til að mæta og sjá þessa flottu krakka :-)
.
Lesa meira
13.03.2018
Í dag fór fram grunnskólakeppni í boðsundi og tók Grundaskóli að sjálfsögðu þátt.
Mótið fór fram í Ásvallarlaug í Hafnarfirði og var þátttakan mjög góð.
Lesa meira