Fréttir

Vetrarfrí í Grundaskóla

Á morgun er vetrarfrí í grunnskólum Akraneskaupstaðar. Vetrarfríið er frá 19. október til 23. október.  Sjáumst hress á þriðjudagsmorguninn :-).
Lesa meira

Heilsuþema í unglingadeildinni

Þessa dagana er heilsuþema í unglingadeildinni. Nemendur hafa verið að vinna ýmis verkefni í dag sem þau munu segja frá heima. Einnig var lögð áhersla á hreyfingu.
Lesa meira

Lært um mannslíkamann

Krakkarnir í 6. bekk hafa verið að læra um mannslíkamann í vetur. Í morgun fengu þau að skoða líffærin í lambi, það kom þeim mjög á óvart að lömb hafa mörg af sömu líffærum og þau.  ýna>.
Lesa meira

Bleikur dagur á morgun, 13. október

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag eru allir hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Þess vegna er bleikur dagur í Grundaskóla á morgun, föstudaginn 13.
Lesa meira

Útivist í vali hjá unglingadeildinni

Í gær var stefnan tekin á Innsta Vog í dásamlegu veðri.  Það er svo gott að ganga út í náttúrunni, spjalla og njóta blíðunnar.  Einnig gaman fyrir bæði nemendur og kennara að kynna sér gönguleiðir í bæjarjaðrinum.  Okkur taldist til að við hefðum gengið um 10 km og erum hæstánægð með daginn. ýna>
Lesa meira

Lokahátíð Göngum í skólann

Í dag fór fram lokahátíð Göngum í skólann. Allir nemendur skólans ásamt starfsfólki gengu saman frá Grundaskóla stuttan hring í nágrenninu og enduðu niðri í Akraneshöll.
Lesa meira

2. bekkur á lokahátíð Göngum í skólann

Lokahátíð göngum í skólann! Líf og fjör, gönguferð með flottum 8.bekkingum og leikir í höllinni skipulagðir af 10.bekk. Frábær dagur með frábærum krökkum!  ýna> 
Lesa meira

Undirbúningur fyrir barnamenningarhátíð

Krakkarnir í 6. bekk nýttu morguninn í að undirbúa barnamenningarhátíð. Skapandi og skemmtileg vinna hjá krökkunum :-)  ýna>.
Lesa meira

Fjármál heimila

Meðfylgjandi myndir voru teknar af 9. bekkingum þegar þau voru að kynna verkefni sem þau hafa unnið að um fjármál heimila.  ýna>.
Lesa meira

Forvarnardagurinn

Í dag, 4. október er Forvarnardagurinn. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. 9.
Lesa meira