Fréttir

Útskrift og skólaslit

Í gær fór fram útskrift hjá 10. bekk á sal skólans.  Flutt voru stutt ávörp frá skólastjóra, fulltrúum nemenda og fulltrúum foreldra ásamt stuttri ræðu frá umsjónarkennurum.
Lesa meira

Sumarlestur 2017

Sumarlestur 2017  er frá 1. júní til 11. ágúst fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára. Komdu á Bókasafn Akraness, skráðu þig í sumarlesturinn og fáðu afhent lesblað.  Komdu með bókasafnsskírteinið þitt og fáðu lánaðar bækur.  Ef þú átt ekki skírteini kemur þú með foreldri/forráðamanni til að fá skírteini í fyrsta sinn. Skírteini eru ókeypis fyrir börn.  Lestu bækurnar og skrifaðu titil þeirra á lesblaðið og blaðsíðufjölda.  Foreldri/forráðamaður staðfestir að þú hafir lesið bækurnar.  Þegar þú skilar bókunum á Bókasafnið færðu stimpil fyrir hverja bók eða hverjar 150 síður og mynd til að hengja í netið.  Þú færð að velja úr dótakassanum eftir hverjar 5 til 10 lesnar bækur. Skráið lesturinn á Bókasafninu fyrir 11.
Lesa meira

Vordagar í Grundaskóla

Vordagar hafa staðið yfir þessa síðustu viku í Grundaskóla. Nemendur og starfsfólk hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur bæði úti og inni.  Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá hópi af miðstiginu sem var í heimilisfræðistofunni með Ellu og Eyrúnu.   ýna>.
Lesa meira

Hjólað í vinnuna

Grundaskóli leggur mikla áherslu á heilsueflandi vinnustað og umferðaröryggismál. Það ætti því að koma fáum á óvart að skólinn vann fyrstu verðlaun í verkefninu "Hjólum í vinnuna" sem Íþróttasamband Íslands stendur fyrir ár hvert.
Lesa meira

1. bekkur á Bæjarbókasafninu

1.bekkur fór í vikunni á Bæjarbókasafnið að fá kynningu á sumarlestri safnsins. Þau voru mjög áhugasöm og hlustuðu vel. Fengu góða kynningu á hvernig sumarlesturinn fer fram og hvar helstu bækurnar eru í hillunum sem þau geta tekið að láni heim.  Flottir krakkar :-) ýna>.
Lesa meira

Kynning á víkingaverkefnum hjá 5. bekk

Í dag var sýning á víkingaverkefnum barnanna í 5. bekk. Sýningin var fyrir framan list- og verkgreinastofurnar á milli kl. 8:20-9:20.
Lesa meira

Förðun í unglingavali

Hér eru nemendur í förðunarvali á unglingastigi að mála krakka í Frístund.  ýna>
Lesa meira

5. bekkur í skoðunarferð til Reykjavíkur

5. bekkur fór á mánudaginn til Reykjavíkur og heimsóttu Norræna húsið, Þjóðminjasafnið að fræðast um landnámið og Hljómskálagarðinn.  Vel heppnuð ferð hjá þeim :-) ýna>     .
Lesa meira

1. bekkur í skógræktinni

1.bekkur átti frábæra stund í skógræktinni í síðustu viku eins og meðfylgjandi myndir sýna.  ýna>
Lesa meira

Skemmtileg samvera hjá 3. bekk

Í gær kom 3. bekkur úr Brekkubæjarskóla að heimsækja 3.bekk. Skemmtileg samvera þar sem allir spiluðu og höfðu gaman. ýna>   .
Lesa meira