Fréttir

Söngleikurinn Úlfur, úlfur kominn út á DVD mynddisk

Upptaka frá söngleiknum Úlfur, úlfur sem sýndur var við góðar undirtektir s.l. vor er nú komin í sölu. Mynddiskurinn er seldur á skrifstofu skólans og kostar 2000 kr.
Lesa meira

Útskrift 10. bekkja

Mánudaginn 8. júní var Grundaskóla slitið með formlegum hætti og nemendur í 10. bekk útskrifaðir. Dagskrá var með hefðbundnum hætti þar sem nemendur sáu um söngatriði og nemendur, foreldrar og kennarar fluttu kveðjur.
Lesa meira

Skólaslit mánudaginn 8. júní

Skólaslit eru í Grundaskóla á mánudaginn 8. júní sem hér segir: 1. - 4. bekkur kl. 11:30 5. - 9. bekkur kl. 10:30 10. bekkur kl. 17:30 Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn! Starfsfólk Grundaskóla.
Lesa meira

Líf og fjör á vordögum hjá 2. bekk

Það var aldeilis líf og fjör í íþróttahúsinu á mánudaginn. Krakkarnir fóru í leiki, t.d. stórfiskaleik og tvíburastórfiskaleik, skotbolta og við settum upp Skólahreystibraut sem þau fóru 4-5 x í gegnum.
Lesa meira

4. bekkur á faraldsfæti

Miðvikudaginn 27. maí fór 4. bekkur í mjög skemmtilega og lærdómsríka ferð til Reykjavíkur.  Þar hittu þau fyrir nokkra alþingismenn og skoðuðu Alþingishúsið og Alþingisgarðinn.  Þau fóru líka á Landnámssafnið 871 +/-  sem er niðri í miðbæ.  Mjög áhugavert og skemmtilegt safn.   Einnig var gengið um miðbæ Reykjavíkur og merkir staðir skoðaðir sem tengjast sögunni um sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.  Hádegismaturinn var grillaður í Húsdýragarðinum og dagurinn endaði á því að börnin skoðuðu sig um og léku sér saman. Kveðja, umsjónarkennarar.
Lesa meira