28.08.2015
Afkastamesta mötuneytið á Akranesi og þó víðar væri leitað er í Grundaskóla. Hér borða frá 350 -700 manns daglega og því gefur auga leið að hér er mikið fjör og mikið álag.
Lesa meira
27.08.2015
Heiðrún Sif Garðarsdóttir, meistaranemi er nú í æfingakennslu á yngsta stigi í Grundaskóla. Við hittum Heiðrúnu fyrir stundu þar sem hún var að koma úr kennslu og tókum hana tali.
Hvernig er að vera komin í kennslu? ,,Það er bara dásamlegt, gaman að vera komin aftur heim í skólann sinn." Heiðrún Sif stundaði nám í Grundaskóla á sínum tíma með félögum sínum í hinum fræga árgangi 1983.
Lesa meira
26.08.2015
Mikil umræða hefur farið fram í fjölmiðlum um kosti og galla mismunandi lestraraðferða og er sú saga ekki öll sögð enn. Grundaskóli hefur beitt aðferðarfræði sem er kennd við byrjendalæsi en það er safn kennsluaðferða sem hefur að okkar mati reynst vel.
Lesa meira
24.08.2015
Skólaárið 2015-2016 er hafið og viljum við bjóða nýja nemendur sérstaklega velkomna í skólann. Framundan er spennandi og skemmtilegur tími þar sem allir ætla að leggjast á eitt að sýna hvert öðru virðingu, vera traustir vinir og vinna vel saman innan og utan skólans.
Lesa meira
20.08.2015
Mennta- og menningamálaráðherra lýsir því yfir í viðtali í Fréttablaðinu í dag fimmtudaginn 20. ágúst að árangri í lestri og stærðfræði hafi hrakað í skólum sem kenna eftir aðferðafræði Byrjendalæsis og að þessi kennsluaðferð hafi gefist illa.
Skólastjórnendur í Grundaskóla vilja upplýsa að þessi málflutningur á ekki við um nemendur í okkar skóla.
Lesa meira
19.08.2015
Starfsfólk Grundaskóla situr nú á fyrirlestri Vöndu Sigurgeirsdóttur, starfsmanns Háskóla Íslands sem fjallar um hvernig vinna megi gegn einelti í skólum og samfélaginu öllu.
Lesa meira
18.08.2015
Grundaskóli skólaárið 2015-2016 verður settur mánudaginn 24. ágúst 2015 á sal skólans. Nemendur eiga að mæta í skólann eins og hér segir:
1.
Lesa meira
18.08.2015
Grundaskóli mun á þessu skólaári líkt og seinustu ár gefa öllum nemendum sínum sérstaka skóladagbók sem nefnd er Spegillinn. Bókin inniheldur helstu upplýsingar varðandi skólann s.s.
Lesa meira
07.08.2015
Innkaupalistar eiga nú að hafa borist öllum foreldrum en listarnir voru sendir út á skráð netföng foreldra í hverjum árgangi fyrir sig.
Lesa meira
07.08.2015
Skólablað Grundaskóla fyrir skólaárið 2014-2015 er komið út. Blaðið er gefið út í rafrænu formi og er möguleiki á að flétta því í þar til gerðu forriti.
Lesa meira