08.09.2015
Í tilefni að bókasafnsdeginum og degi læsis er öllum nemendum Grundaskóla boðið á sérstakar bókakynningar í dag. Boðið er upp á upplestur og bókakynningar á bókasafni Grundaskóla og bæjarbókasafninu.
Fyrstu bekkingar fara í heimsókn á Bókasafn Akraness og aðrir bekkir á yngsta stigi halda upp á daginn með margvíslegum hætti með umsjónarkennurum sínum.
Nemendum á miðstigi er boðið á bókakynningu og upplestur úr bókinni Mórún; Í skugga skrattakolls.
Lesa meira
07.09.2015
Alþjóðadagur læsis er 8. september. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis og í ár taka Íslendingar í fjórða skiptið þátt í þessum alþjóðlega degi.
Læsi hefur verið skilgreint sem:
Lestur – Hlustun – Tal - Ritun
Á degi læsis eru Skagamenn og fólk um allan heim hvatt til þess að skipuleggja læsisviðburði.
Lesa meira
04.09.2015
Í gærkvöldi fór árlegt nýnemaball eða s.k. "busaball" fram í Brekkubæjarskóla. Grunnskólarnir á Akranesi standa sameiginlega að þessari skemmtun og er hann einn af stærri viðburðum ársins í félagslífi nemenda á unglingastigi.
Lesa meira
04.09.2015
Eins og allir vita er mikið öryggisatriði að reiðhjólamenn á öllum aldri noti nauðsynlegan öryggisbúnað. Starfsfólk Grundaskóla reynir að vera öðrum fyrirmynd og í vikunni áttu starfsmenn þess kost að kaupa sér flotta reiðhjólahjálma á sértökum vildarkjörum.
Lesa meira
03.09.2015
Grundaskóli nýtur þess ríkulega og á margan hátt hversu margir eru tilbúnir að leggja skólastarfinu lið. Þessi liðsstyrkur er fólginn í margvíslegu sjálfboðastarfi og beinum styrkjum eða gjöfum svo eitthvað sé nefnt.
Meðfylgjandi er mynd af þremur nemendum skólans sem tóku sig til og smíðuðu fullbúið dúkkuhús með öllu tilheyrandi og færðu skóladagvist Grundaskóla að gjöf.
Lesa meira
02.09.2015
Nú í haust var gengið frá framkvæmdum á gönguleið milli Grundaskóla og íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum þannig að nemendur eiga að geta gengið eftir öruggari og tryggari gönguleið þegar þau fara í eða úr sundi eða leikfimi.
Lesa meira
02.09.2015
"Við í 3. bekk fórum í vettvangsferð í dag. Við gengum niður í Kalmansvík og skoðuðum bæði listaverkin Elínarsæti eftir Guttorm Jónsson og Tálbeituna eftir Bjarna Þór Bjarnason.
Við erum þessa dagana að læra um bæinn okkar Akranes, sögu Akraness, landnámsmenn, þjóðsögur, fyrirtæki o.fl.
Lesa meira
01.09.2015
Þessa dagana er unnið að umfangsmiklum breytingum á bókasafni Grundaskóla. Í sumar var ákveðið að gera skipulagsbreytingar sem felast m.a.
Lesa meira
31.08.2015
Það léttir lund að fá sér labbitúr á skólalóðinni þegar hundruð barna leika sér saman í sátt og samlyndi. Fótbolti, snúsnú, ratleikir, myndastyttuleikur, róla, sandmokstur og kastalabyggingar.
Lesa meira
31.08.2015
Nemendafélag Grundaskóla starfrækir nú líkt og síðustu ár brauðsölu á unglingastigi. Nemendur í 7.-10. bekk geta verslað í brauðsölunni en útskriftarnemar sjá um afgreiðslu.
Lesa meira