Fréttir

Bleikur október í Grundaskóla

Að venju styður Grundaskóli árvekniátak krabbameinsfélagsins og verður bleikur í október.  
Lesa meira

Grundaskóli á afmæli 6. október

Við fögnum 35 ára afmæli Grundaskóla fimmtudaginn 6. okt.
Lesa meira

Vinnustaðaheimsókn hjá 3. SRR

Í dag fór 3.SRR í vinnustaðaheimsókn í Verkalýðsfélag Akraness. Vilhjálmur afi og Íris mamma Róberts tóku vel á móti okkur. Við sáum skrifstofurnar, fundarsalinn og vorum frædd um starfsemina.
Lesa meira

Heilsueflingarteymið kynnir „Gullskóinn“ í tengslum við verkefnið „Göngum í skólann“

  Dagana 27. - 30. september fer fram keppni milli árganga um Gullskóinn í Grundaskóla. Verkefnið gengur í stuttu máli út á það að hvetja nemendur til að koma sem flesta daga gangandi, hjólandi eða með strætó í skólann. Þegar skráningu er lokið þessa 4 daga mun teymið reikna út hlutfallslega miðað við fjölda nemenda í árgangi hver það er sem hlýtur „gullskóinn“.  Afhending Gullskósins fer fram á stóra samsöngnum þann 6.
Lesa meira

Haustfundur hjá 1. - 6. bekk mánudaginn 26. september

Haustfundir hjá 1.-6. bekk verða mánudaginn 26. september, þar sem kennarar fara yfir vetrarstarfið. Við ætlum að byrja haustfundinn klukkan 17:30 á fyrirlestri á sal skólans þar sem Hildur Karen Aðalsteinsdóttir ætlar að kynna Vinaliðaverkefni Grundaskóla. Þegar kynningu lýkur verða fundir með kennurum í þeirra stofum.
Lesa meira

"Það sem ungur nemur, gamall temur"

Í gær áttum við góða stund saman, nemendur úr 2. bekk og 8. bekk.  Í tilefni af Degi náttúrunnar þann 16. september næstkomandi fórum við og gróðursettum birkiplöntur í Grundaskólaskógræktinni svokallaðri. Við hreinsuðum frá trjánum sem fyrir voru og gróðursettum fleiri birkiplöntur.
Lesa meira

1. bekkur og 9. bekkur í náttúruskoðun

Nemendur í 1. og 9. bekk áttu yndislega samveru stund þegar þau héldu upp á dag íslenskrar náttúru þriðjudaginn 14. september. Krakkarnir fóru saman og skoðuðu allskonar plöntur, fræ og ber. Líkt og myndirnar bera með sér höfðu allir gagn og gaman af.    .
Lesa meira

Haustfundur hjá 7. - 10. bekk

Árlegi haustfundur hjá 7. - 10. bekk verður haldinn á sal Grundaskóla í dag, 14. september, kl. 18. Sigríður Dögg kynfræðingur heldur erindi á fundinum. Hvetjum foreldra/forráðamenn til að mæta.
Lesa meira

Leikjadagur í Akraneshöllinni með vinaliðum

Leikjadagur í Akraneshöllinni með Vinaliðum úr Grundaskóla og Brekkubæjarskóla. Leikjadagurinn er liður í undirbúningi fyrir vinaliðastarf vetrarins, vinaliðar í 3.
Lesa meira

Skipulagsdagur föstudaginn 9. september 2016

Á morgun, föstudaginn 9. september, er skipulagsdagur starfsfólks Grundaskóla. Kennarar eru að fara á Kennaraþing Vesturlands og almennir starfsmenn sinna ýmsum verkefnum innanhúss. Skóladagvist opnar klukkan 13.
Lesa meira