Fréttir

Úrslit í Skólahreysti í kvöld kl. 20

Í kvöld fara fram úrslit í Skólahreysti. Grundaskóli er í úrslitum og eru þau klár í keppnina, krakkarnir hafa verið dugleg að æfa sig og ætla að gera sitt allra besta í keppninni. Keppnin byrjar kl.
Lesa meira

Upplestrarkeppni í Tónbergi kl. 20 í kvöld

Í kvöld verður haldin lokakeppnin í upplestri í Tónbergi kl.20. Nemendur í 7. bekk taka þátt í þessari keppni ár hvert. Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira

Ísland og íslenska lýðveldið

Krakkarnir í 4.bekk hafa verið að læra um Ísland og íslenska lýðveldið. Þar sem forsetakosningar eru framundan var ákveðið að hafa einnig forsetaframboð í bekkjunum.
Lesa meira

6. bekkur á faraldsfæti

6. bekkur hefur verið að lesa Snorra sögu í vetur. Í síðustu viku fórum við í ferð í Reykholt þar sem Snorri Sturluson bjó. Ferðin heppnaðist mjög vel og við lærðum ýmislegt fleira um Snorra og þann tíma sem hann var uppi á.
Lesa meira

Hekla María Arnardóttir fréttamaður á Krakkarúv!

Hekla María Arnardóttir nemandi í 7.bekk hefur verið valin úr stórum hópi umsækjenda og mun fá tækifæri til að vera fréttamaður á Krakkarúv.  Um er að ræða verkefni sem tengist Barnamenningarhátið í Reykjavík sem fer fram dagana 19.-24.apríl n.k. Í þessari viku mun hún meðal annars  fara á fréttanámskeið þar sem hún fær tækifæri til að vinna með þekktum aðilum úr sjónvarpsheiminum eins og Boga Ágústssyni, Ragnhildi Steinunni og Ingólfi Bjarna Sigfússyni.  Við óskum Heklu Maríu til hamingju með þetta tækifæri.  
Lesa meira

Grundaskóli auglýsir laus störf til umsóknar

Er þetta tækifæri lífs þíns? Við vekjum athygli á auglýsingu um laus störf í Grundaskóla. Á heimasíðu Akraneskaupstaðar er meðal annars auglýst eftir nýjum aðstoðarskólastjóra, tveimur deildarstjórum og nokkrum kennurum.
Lesa meira

Við vitum hvað klukkan slær

Í dag voru settar upp úti veggklukkur fyrir nemendur til að fylgjast með tímanum. Klukkurnar eru gjöf frá eldri nemum og hollvinum skólans í árgangi 1999.
Lesa meira

Námsmat í Grundaskóla vorið 2016

Í Grundaskóla leggjum við áherslu á fjölbreyttar matsaðferðir. Námsmatið er í stöðugri þróun og sífellt er verið að leita leiða til að setja námsmatið fram þannig, að það gefi sem víðtækastar upplýsingar um stöðu nemenda.
Lesa meira

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. apríl

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og föstudaginn 1.apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan.
Lesa meira

Þóra sögukona heimsótti 3. bekk

Það er alltaf jafn gaman þegar Þóra sögukona kemur í heimsókn til okkar. Börnin sitja alveg stjörf og hlusta með mikilli athygli.
Lesa meira