15.06.2016
Nú á síðustu kennsludögunum héldu nemendur á miðstigi beggja grunnskólanna sameiginlegan þakkardag.
Þetta er fyrsta árið okkar sem vinaliðaskólar og byrjuðum við á miðstiginu.
Lesa meira
13.06.2016
Það var líf og fjör í listasmiðju á vordögum og allir nemendur mjög áhugasamir og duglegir. Þar prófuðu nemendur eitt og annað t.d.
Lesa meira
09.06.2016
Að vanda er nemendum er skara framúr í námi veitt verðlaun við útskrift í 10. bekk. Í ár voru verðlaunahafar nokkrir og í ólíkum námsgreinum.
Lesa meira
02.06.2016
Á vordögum fóru hópar á yngsta stigi meðal annars í skógræktina. Þar fundu þau ýmsan efnivið í náttúrunni til að búa til listaverk eða hagnýta hluti.
Lesa meira
01.06.2016
Mánudaginn 30. maí fór fram skólahlaupið í Grundaskóla. Þá hlupu allir nemendur ákveðinn hring sem er um 2,5 km og fóru allir minnst 2 hringi en þeir hörðustu fóru 4 hringi.
Lesa meira
30.05.2016
Nýlega kynntu menntamálayfirvöld ákvörðun um fyrirhugaðar breytingar á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum. Liður í þessum undirbúningi var meðal annars rafrænt æfingapróf fyrir 3.
Lesa meira
30.05.2016
Grundaskóli hefur tekið þátt í Hjólað í vinnuna í mörg ár. Fyrstu árin skráði fólk sig í lið og þá tóku nokkrir þátt á hverju ári og voru mjög duglegir má þar nefna Margréti Þorvaldsdóttur og Leó Jóhannesson sem hjóluðu alltaf í vinnuna allan ársins hring.
Í dag er það starfsfólk á hverju stigi sem skráir sig til keppni sem lið.
Lesa meira
30.05.2016
Búið er að kjósa nýjan formann og varaformann nemendafélags Grundaskóla fyrir skólaárið 2016-17. Sex einstaklingar buðu sig fram og stóðu þeir sig mjög vel að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri.
Formaður NFG á næsta skólaári verður Ylfa Claxton og varaformaður Róberta Lilja Ísólfsdóttir.
Við óskum stelpunum til hamingju.
Lesa meira
27.05.2016
Á mánudaginn 30. maí verður árlega skólahlaupið haldið. Hlaupið byrjar kl. 10 fyrir neðan Akraneshöllina svo allir þurfa að mæta tímanlega.
Ekki verður skráð niður hringjafjöldi en endilega hvetjið krakkana til að fara allavega 2 hringi (max 4 hringir, hlaupi lokið kl.11)
Allur skólinn hleypur á sama tíma svo kennarar og sem flestir skólaliðar líka.
Hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát í sumarskapi
Vegna þessa fellur öll íþrótta- og sundkennsla niður milli 8 og 12.
Kær kveðja,
íþróttakennarar.
Lesa meira
25.05.2016
Á heimasíðu Akraneskaupstaðar eru nú auglýst laus störf almennra starfsmanna og iðjuþjálfa í Grundaskóla skólaárið 2016-2017.
Lesa meira